Opið fyrir skráningu

Við heimilum skráningu til hádegis laugardag. Þá minnum við þá á sem vilja panta rútufar frá Húsavík að rásmarki í Kröflu, eða frá Húsavík að rásmarki að Þeistareykjum í 25 km gönguna að senda póst á  jonamatt@talnet.is
Allar frekari upplýsingar um rástíma, verðlaunaafhendingu og brottfarir í rútu má sjá undir flipanum upplýsingar
Afhending mótsgagna fer fram í Hvalasafninu laugardag 12. apríl kl. 16 – 18. Mótsgögn verða einnig afhent á rásstað.

Velkomin í Orkugönguna 2014