Orkugöngunni 2017 hefur verið frestað um óákveðinn tíma

Sæl

Vegna veðurs og aðstæðna hefur verið ákveðið að fresta Orkugöngunni um óákveðinn tíma.

Tilkynnt verður um stað og stund síðar inn á heimasíðu göngunnar.

Þeir sem hafa greitt skulu hafa samband við Guðmund Friðbjarnarson framkvæmdastjóra Völungs eftir helgi eða senda tölvupóst á info@orkugangan.is eða volsungir@volsungur.is til að fá endurgreitt.

Aðstandendum keppninnar þykur þetta leiðinlegt en við hittumst síðar og munum eiga góðan dag saman á skíðum

 

f.h. Orkugöngunnar

Guðmundur Friðbjarnarson

Framkvæmdastjóri Völsungs

895-3302

Nú styttist í gönguna

Nú styttist í Orkugönguna og opið er fyrir skráningar!
Tekin hefur verið sú ákvörðun að ganga ekki frá Þeistareykjum á laugardaginn. Snjóalög bjóða ekki upp á þá leið þetta árið og því engin áhætta tekin með því.
Gripið verður til þess að ganga á svæði gönguskíðafólks á Reykjaheiði.

Orkugangan 2017

Orkugangan 2017

Orkugangan 2017 verður haldin laugardaginn 8. apríl.
Boðið verður upp á þrjár vegalengdir að þessu sinni. 25 km ganga með hefðbundinni og frjálsri aðferð ásamt 10 km göngu með hefðbundinni aðferð og 2,5 km göngu fyrir yngstu iðkendur og byrjendur.

Orkugangan gefur stig til Íslandsgöngu Skíðasambandsins. Boðið er upp á frjálsa aðferð í 25 km göngunni en í 10 km og 2,5 km göngunum er gengið með hefðbundnum hætti.

Rásmark 25 km, 10 km og 2,5 km gangnanna er á svæði gönguskíðafólks á Reykjaheiði. Snjóalög bjóða ekki upp á að gengið verði frá Þeistareykjum eins og venja hefur verið fyrir.

Dagskrá Orkugöngunnar;

Laugardagur 8. apríl:
09:00 – afhending mótsgagna hefst á svæði skíðagöngudeildar á Reykjaheiði.
09:45 – Rúta leggur af stað frá svæði gönguskíðafólks að rásmarki í 25 og 10 km göngum. Rútan er innifalin í skráningargjaldi..

Rástímar:
Buch gangan 25 km: kl. 11:00
Buch gangan 10 km: kl. 11:00
2,5 km fyrir 12 ára og yngri kl. 11:00
Verðlaunaafhending og kjötsúpa í salnum hjá Dvalarheimilinu Hvammi á Húsavík frá kl. 14:00 – 15:00.
Athugið opið í Sundlaug Húsavíkur til kl. 18:00

Skráningargjald:
25 km ganga – 5.000 kr
10 km ganga – 3.000 kr
2,5 km ganga – ókeypis

Skráning er opin fram að göngu. Hinsvegar óska starfsmenn göngunnar eftir að flestir skrái sig í gegnum netfangið info@orkugangan.is til að einfalda alla vinnslu í kringum gönguna.

Aldursflokkar:
25 km: 16-34 ára, 35-49 ára, 50- 59 ára og 60 ára og eldri hjá hvoru kyni
10 km og 2,5 km : Einn opinn flokkur hjá hvoru kyni
Flug:
Flugfélagið Ernir flýgur milli Reykjavíkur og Húsavíkur alla daga nema laugardaga.
Sjá áætlun á www.ernir.is