Staðan á Gömlu Vík

Jæja gott fólk, staðan á Gömlu Vík er þannig séð 1sta flokks, allt á kafi í snjó 😍 á Heiðinni. Sem er jú eiginlega það eina sem skiptir máli…. En okkur hérna á Húsavíkinni þykir alveg frábært ef blessuð sólin og lognið vinnur með okkur líka, sem gerist nánast alltaf 😁. En nú hafa þeir á veðurstofunni og meira að segja YR.no líka ákveðið að spá leiðinda golu og staðbundnum “lágarenningi” hér á laugardaginn. Endanleg ákvörðun um keppnishald verður tekin eftir 16:15 veðrið á Rás 1 á morgun.

Beztu kveðjur frá Gömlu Vík 🙏