MIKILVÆGT: Kæru þátttakendur!
Þar sem lítill snjór er á Þeistareykjum þetta árið verður Buch – Orkugangan 2023 haldin á skíðasvæðinu okkar Reykjaheiði. Upplysingar er að finna inn á facbook síðu Skíðagöngudeildar Völsungs: https://www.facebook.com/Orkugangan
Buch-Orkugangan fer fram á Reykjaheiði laugardaginn 8. apríl 2023.
Boðið verður upp á þrjár vegalengdir 25 km ganga með hefðbundinni aðferð ásamt 10 km göngu með hefðbundinni aðferð og 5 km göngu fyrir yngstu iðkendur og byrjendur.
Föstudag 07. apríl
14:00 | Opnun sýningar um skíðasögu Þingeyinga í myndlistarsal Safnahússins á Húsavík |
18-20 | Afhending keppnisgagna, skráning og brautarlýsing hjá Ísfell (niður við höfn), endilega mæta þau sem eru á svæðinu og sækja gögnin sín |
20:00 | Kyrrðarstund við krossinn, PubQuiz og margt fleira í boði. Sjáið nánar á https://www.facebook.com/visithusavik |
Laugardag 8. apríl
08:30 – 10:00 | Afhending keppnisgagna og brautarlýsing hjá skíðagönguhúsi við Reyðarárhnjúk |
11:00 | Ræsing allir flokkar |
14:00 | Verðlaunaafhending, happdrætti og veitingar verða strax að lokinni göngu við gönguskála Allir keppendur sem skrá sig fyrir föstudaginn 07.Apríl fara sjálfkrafa í úrdráttarpottinn landsfræga. En það eru engin önnur en þessi glæsilegu fyrirtæki GG-Sport, Ísfell, New Wave/ Craft, Gentle Giants/ Hvalaskoðun, Garðarshólmi, GeoSea/ Sjóböðin, hérna, Hárform, Belkod, North Sailing/ hvalaskoðun og Kjarnafæði/ Norðlenska sem styrkja okkur þetta árið. Úrdrátturinn fer fram strax að verðlaunaafhendingu lokinni. Páskaegg fyrir yngri þátttakendur okkar (16 ára og yngri). Þreytt, alsæl og ánægð eftir gönguna gerum við vel við ykkur í mat og drykk í boði Lemon, Kjarnafæði/Norðlenska og Nettó! |
Það verður líf og fjör á Húsavík um páskana fyrir alla fjölskylduna! Ávaxtakarfan, páskaeggjaleit, tónlistarbingó, páskaball og margt fleira. Hér má sjá dagskrána. |