ATH! Buch-Orkugangan breyting

Vegna aðstæðna verður ekki hægt að ganga frá Kröflu og því hefur verið ákveðið að breyta göngunni, stytta hana og einfalda.

Um verður að ræða 3 vegalengdir, 20 km, 6 km. og 1 km.

20 km. gangan verður frá Þeistareykjum og á skíðasvæði Völsungs við Höskuldsvatn. Um er að ræða skemmtilegt ferðalag og við allra hæfi. Þeir sem eru skráðir nú þegar í 60 km gönguna og 25 km gönguna færast sjálfkrafa í þessa vegalengd. Verðið fyrir þessa göngu er 4.000kr. Ræst verður í gönguna kl: 10:00 uppá Þeistareykjum. Rútuferð verður í boði frá skíðasvæðinu og að startinu í gönguna, ferðin er innifalin í verði göngunnar.

6 km. verður hringur á skíðasvæðinu (núverandi göngubraut). Þeir sem eru skráðir nú þegar í 10 km gönguna færast sjálfkrafa í þessa vegalengd. Verðið fyrir þessa göngu er 2.000 kr. Ræst verður í gönguna kl: 11:00 á skíðasvæðinu.

1 km. verður einnig á skíðasvæðinu (núverandi litli hringur). Frítt er í þessa göngu. Ræst verður í gönguna kl: 11:00 á skíðasvæðinu.

Boðið verður upp á akstur frá skíðasvæði og á Þeistareyki kl. 9.

Einnig er hægt að skrá sig á skíðasvæðinu frá kl. 8:30 samdægurs og verða þar afhent mótsgögn.

Verðlaunaafhending og kjötsúpuveisla verður í portinu í Norðlenska(sláturhúsinu) eftir göngu, eða klukkan 14:30.

Stjórn Orkugöngunnar.