MIKILVÆGT: Kæru þátttakendur!
Þar sem lítill snjór er á Þeistareykjum þetta árið verður Buch – Orkugangan 2023 haldin á skíðasvæðinu okkar Reykjaheiði. Upplysingar er að finna inn á facbook síðu Skíðagöngudeildar Völsungs: https://www.facebook.com/Orkugangan
Buch-Orkugangan fer fram á Reykjaheiði laugardaginn 8. apríl 2023.
Boðið verður upp á þrjár vegalengdir 25 km ganga með hefðbundinni aðferð ásamt 10 km göngu með hefðbundinni aðferð og 5 km göngu fyrir yngstu iðkendur og byrjendur.
Buch-Orkugangan er skemmtileg ganga fyrir alla, á öllum aldri, bæði þá sem leitast eftir ánægjulegri útivist og félagsskap, og eins metnaðarfyllra keppnisfólki.
Allir eru velkomnir að eiga ánægjulegan tíma í Buch-Orkugöngunni og á Húsavík.
Föstudag 7.apríl
Afhending keppnisgagna, skráning og brautarlýsing milli kl 18 og 20 hjá Ísfell (niður við höfn), endilega mæta þau sem eru á svæðinu og sækja gögnin sín.
Laugardag 8. apríl
08:30 – 10:00 Afhending keppnisgagna og brautarlýsing skíðagönguhúsi við Reyðarárhnjúk.
11:00 Ræsing allir flokkar
Verðlaunaafhending og veitingar verða strax að lokinni göngu við gönguskála.
Allir þátttakendur í Buch-Orkugöngunni fá 50% afslátt að GeoSea sjóböðunum til að slaka á eftir gönguna.
Flugfélagið Ernir flýgur milli Reykjavíkur og Húsavíkur alla daga. Sjá áætlun á www.ernir.is
Fylgist með nýjustu upplýsingum um Buch-Orkugangan á Facebook síðunni okkar!