Opnað hefur verið fyrir skráningu að nýju

Opnað hefur verið fyrir skráningu í Orkugönguna um næstkomandi helgi. Stefnt er á að halda gönguna laugardaginn 18. apríl. Skráningarfrestur rennur út á miðnætti miðvikudaginn 15. apríl.

Allir sem hafa áhuga á að mæta í Orkugönguna og upplifa frábæra skemmtun í góðum félagsskap um næstkomandi helgi eru hvattir til að skrá sig sem fyrst. Skráningin er með hefðbundnu sniði hér inná Orkugöngusíðunnu.