Orkugöngunni frestað um viku

Þar sem veðurútlit á laugardag er mjög slæmt og mjög tvísýnt með sunnudaginn hefur verið ákveðið að Orkugangan verði ekki haldin nú um helgina. Stefnt verður á að halda hana eftir viku ef næg þátttaka fæst.
Allar skráningar verða nú felldar niður og þarf því að skrá sig aftur á vefsíðunni www.orkugangan.is frá og með morgundeginum og verður skráningarfrestur fram á miðvikudag. Viljum við biðja alla sem hugsa sér að taka þátt í göngunni 18. apríl að skrá sig svo hægt verði að taka ákvörðun um hvort gerlegt sé að halda gönguna.

Annars er það að frétta af leiðinni að búið var að vinna brautina og eru vegalengdir þetta árið 50 km., 20 km., og 8 km., ásamt 1 km. göngu á marksvæðinu fyrir 12 ára og yngri.
Aðstæður nú eru mjög góðar. Gengum við nokkrir um helming leiðarinnar nú seinni partinn í blíðskaparveðri og var brautin eins og best verður á kosið. Fjölbreytt landslag, góð lagning og mikill hraði í brautinni, en þó engar varasamar brekkur né aðstæður, sem sagt við allra hæfi og ekkert nema gaman.

Vonandi verður hægt að halda gönguna 18. apríl, til þess að svo megi verða skráir þú þig og mætir og sérð ekki eftir því.

Göngukveðjur frá Húsavik.