Úrslit Orkugöngunnar 2015

Orkugangan fór fram á laugardaginn var í blíðskaparveðri. Að þessu sinni var boðið uppá 3 vegalengdir sökum snjóalaga. 20 km gangan var gengin frá Þeystareukjum á meðan 6 km og 1 km göngurnar fóru fram á félagssvæði skíðagöngudeildarinnar.

Gangan gekk vel fyrir sig og endaði á kjötsúpuveislu og verðlaunaafhendingu í matsal Norðlenska. Skíðagöngudeildin vill nota tækifærið og þakka keppendum og sjálboðaliðum fyrir skemmtilegan dag.

Heildarúrslit má nálgast hér: úrslit – heild

Úrslit eftir flokkum má nálgast hér: úrslit – flokkar