Orkugangan verður 20. apríl!

Tekin hefur verið ákvörðun um að halda Orkugönguna nk. laugardag 20.april. Dagskrá verður með hefbundnu sniði.
Skráning og pastaveisla í Jarðböðunum Mývatnssveit föstudag frá kl. 18 – 21.
Brottför  í rútu, fyrir þá sem eru að fara í 60 km gönguna, frá Húsavík laugardag kl. 07:45
Ræsing í 60 km Orkugönguna laugardag kl. 10.
Rásmark er ofan við Kröflusvæðið.

Styttri vegalengdir verða á svæði gönguskíðamanna á Reykjaheiði.
20 km – 7 km og 1 km vegalengdir. Ræsing kl. 13.

Kaffisamsæti og verðlaunaafhending verður frá kl. 16:00

Þeir sem voru búnir að skrá sig vinsamlegast staðfestið skráningu ykkar vegna 20. apríl á netfangið info@orkugangan.is í síðasta lagi á miðvikudag 17.april nk.

Nánari upplýsingar koma á vefsíðunni í vikunni.