Upplýsingar um Orkugönguna

Ræsing í 60 km gönguna er kl. 10. Gengið frá Kröflu við Mývatnssveit í átt að Húsavík.
Rútuferð frá Húsavík (Íþróttahöllinni) að morgni göngudags kl. 07:45.

Ræsing í 20 km gönguna er kl. 13. Gengið verður á gönguskíðasvæðinu á Reykjaheiði.
Ræsing í 7 km og 1 km göngur er kl. 13. Gengið á gönguskíðasvæðinu á Reykjaheiði.

Fyrir þá sem ekki þekkja til!. Þegar komið er til Húsavíkur er húsnæði Íslandspóst á hægri hönd, þar er beygt til hægri og keyrt uppá Hólinn (eins og við köllum svæðið) eins og leið liggur. Frá spennistöð eru ca 6 -7 km upp að gönguskíðasvæðinu.