Nægur snjór og frábærar aðstæður á Reykjaheiði

Við viljum minna ykkur á skráningu í Orkugönguna sem fram fer laugardaginn 13. apríl nk.
Skráningu lýkur fimmtudaginn 11. apríl. Nauðsynlegt er að skrá sig í allar vegalengdir!
Boðið er uppá 60 km göngu frá Kröflu í Mývatnssveit til Húsavíkur. Ræsing kl. 10
Einnig verður boðið uppá 20 km göngu, frá Sæluhúsmúla “Veigubúð” til Húsavíkur. Ræsing kl. 12
Styttri vegalengdir 7 km og 1 km á svæði gönguskíðafólks á Reykjaheiði. Ræsing kl. 13

Aðstæður eru frábærar á Reykjaheiði og það er nægur snjór frá Mývatnssveit til Húsavíkur. Stefnt er að troðslu brautar frá “Veigubúð” / Þeistareykjum til Húsavíkur um páskana en nánari upplýsingar verða settar inn þegar nær dregur.