Orkugangan 2016

Orkugangan 2016 verður haldin laugardaginn 9. apríl.
Að þessu sinni verður boðið upp á 25 km göngu auk 10 km göngu og 2,5 km göngu. Í 25 km göngunni verður einnig boðið upp á flokk í frjálsri aðferð. Rásmark Orkugöngunnar er við Þeistareyki, rásmark 10 km  og 2,5 km er á svæði gönguskíðafólks á Reykjaheiði.

Nú þegar hefur verið opnað fyrir skráningar sem mun fara fram í gegnum netfangið info@orkugangan.is. Þær upplýsingar sem þurfa að koma fram í skráningu eru eftirtaldar:

  • Fullt nafn, fæðingaár, kyn, félag, vegalengd og hvort tekið sé þátt í hefðbundinni eða frjálsri göngu.

Skráning er opin fram að göngu laugardaginn 9. apríl. Hinsvegar er biðlað til fólks að forskrá sig í gegnum netfangið info@orkugangan.is eins og hægt er. Allar frekari upplýsingar um skráninu og hvernig megi greiða keppnisgjald má finna inn á heimasíðu Orkugöngunnar undir liðnum skráning.

Skráningargjald:
25 km ganga – 5.000 kr
10 km ganga – 3.000 kr
2,5 km ganga – ókeypis

Innifalið í skráningargjaldi er rútuferð að rásmarki í 25 og 10 km göngu.

Aldursflokkar:
25 km: 16-34 ára, 35-49 ára, 50- 59 ára og 60 ára og eldri hjá hvoru kyni
10 km og 2,5 km : Einn opinn flokkur hjá hvoru kyni