ATH. Allir keppendur eru beðnir að kynna sér eftirfarandi

Stjórnendur Orkugöngunnar (sem og aðrir) fylgjast náið með veðurspá fyrir helgina og því miður er útlitið mjög óljóst. Ákveðið var á fundi í kvöld(miðvikudag) að bíða með endanlega ákvörðun þar til annað kvöld(fimmtudagskvöld) og eru þá líklega fjórir möguleikar í boði,

1. Gangan verður á laugardaginn (en þá þarf lægðin að taka einhverja stefnubreytingu)

2. Fresta göngunni fram á sunnudag (sést betur á morgun hvort það verði álitlegt)

3. Fresta göngunni um viku (mundi það breyta einvherju um þátttöku?)

4. Blása gönguna af þetta árið (og mögulega þá til frambúðar a.m.k. í þessari mynd)

Annars biðjum við alla þá sem höfðu hugsað sér að taka þátt í göngunni, en hafa verið að bíða eftir veðurútliti, að skrá sig. Skráning hefur verið framlengd fram á föstudag. Það er mjög mikilvægt að hafa þátttökufjölda, sem og að sjá hvaðan fólk er að koma, þegar taka þarf ákvörðun um framhaldið.