Taktu laugardaginn 13. apríl frá

Á undanförnum árum höfum við þróað frábært svæði fyrir gönguskíði á heiðinni rétt fyrir ofan Húsavík. Svæðið er einn af fáum stöðum á Íslandi þar sem gera má ráð fyrir snjó allan veturinn á svæði sem er í einungis 10 mínútna fjarlægð frá bænum. Aðalviðburður hvers árs er svokölluð Orkuganga þar sem þátttakendur keppa í 25km, 10m og 2,5km skíðagöngu. Þetta er keppni eða viðburður sem er opinn fyrir alla, fagfólk, byrjendur og alla fjölskylduna.

Lengsta vegalengdin hefst við Þeistareyki og liggur síðan um Reykjaheiði. Keppnin hefur laðað til sín upp í 100 þátttakendur á undanförnum árum.

Á þessu ári eiga þátttakendur kost að á að nýta sér sértilboð hjá Geosea og afslætti í nokkrum verslunum og veitingastöðum á Húsavík. Þátttakendur sem koma lengra að geta nýtt sér sértilboð frá Flugfélaginu Ernir og Fosshótel Húsavík varðandi flug og gistingu.

Í ár verður Orkugangan haldin 13. apríl.  Nánari upplýsingar munu birtast á fésbókarsíðu Orkugöngunnar HÉR og skráning er þegar hafin á í gegnum netskráningu og má nálgast skráningarsíðuna HÉR.

Nánari upplýsingar veitir Kári Páll (660 8844) og Sigurgeir (898 8360). Við viljum nota tækifærið og bjóða þér að taka þátt í þessum viðburði .