Keppt verður í frjálsri aðferð(skaut) í Orkugöngunni í ár

Mótsnefnd Buch- Orkugöngunnar hefur ákveðið að vera með sér keppni í frjálsri aðferð (skaut) í 60 km. vegalengd í  Orkugöngunni 2015.  Keppt verður í tveimur flokkum, karla og kvenna. Þeir sem taka þátt í frjálsri aðferð verða ræstir kl. 9:50. Viljum við hvetja alla skautara til að drífa í að skrá sig og taka þátt í lengstu skautakeppni sem haldinn hefur verið hér á landi. Kannski er þetta byrjunin á skautaæði hér á landi.