Takk fyrir góðan dag!

Mótsstjórn og aðstandendur Orkugöngunnar vilja þakka öllum þátttakendum, sjáflboðaliðum og styrktaraðilum fyrir frábæran dag og góða Orkugöngu sem einnig er kennd við Buch.
Sigurvegari í 60 km í flokki kvenna var Lisbeth Weltha frá Noregi á tímanum 04:36:31 og sigurvegari í flokki karla í 60 km göngunni var Kristbjörn Sigurjónsson frá Ísafirði, á tímanum 03:06:17.
Í 25 km göngu karla var fyrstur Arnar Guðmundsson, Húsavík, á tímanum 01:44:52 og í flokki kvenna var það Guðrún Kristín Kristinsdóttir frá Kópavogi á tímanum 02:27:33 en Guðrún er aðeins 14 ára að aldri.
Öll úrslit má nálgast á vefnum en uppfærður listi og myndir verða birtar hér á vefsíðunni á næstu dögum.
Kærar þakkir fyrir þátttökuna og komuna til Húsavíkur og verið velkomin í Orkugönguna að ári.