Göngukonur frá Noregi

Þegar er byrjað að vinna og troða brautina en nægur snjór er á göngusvæðinu milli Leirhnjúks og Húsavíkur. Tvær konur frá Noregi hafa boðað komu sína í Orkugönguna, þær Ingunn Fjørtoft  og Lisbeth Weltha, þaulvanar göngukonur sem hafa tekið þátt í Vasa, Marcialonga, Helterennet og Skarvrennet svo fátt eitt sé nefnt.
Við minnum á skráningarsíðuna og að þeir sem vilja panta far með rútu, bæði að rásmarki við Kröflu sem og að Þeistareykjum fyrir 25 km gönguna, sendi töluvpóst á netfangið info@orkugangan.is