Úrslit úr Orkugöngunni 2013

Úrslit úr Orkugöngunni (Buch-Orkugöngunni) eru komnar á vefinn www.volsungur.is

Aðstæður til keppni voru krefjandi og seinka þurfti rástíma um 2 klst vegna skafrennings á efri hluta leiðarinnar, en gengnir voru 50 km.
Besta tíma göngunnar náði Birkir Þór Stefánsson, Ströndum en hann gekk á 03:17:28

Tími fimm efstu manna er svohljóðandi;
Birkir Þór Stefánsson, Ströndum 03:17:28
Gunnlaugur Jónasson, Ullur 03:24:16
Magnús Eiríksson, Siglufjörður 03:27:19
Örn Sigurðsson, Húsavík 03:33:55
Höskuldur Skúli Hallgrímsson, Húsavík 03:37:37

Bestum tíma í kvennaflokki náði Guðrún Pálsdóttir, Siglufirði á 04:35:07 og þar á eftir komu
Guðrún Jóhannsdóttir, Ísafirði á 05:11:18 og Bynhildur Gísladóttir, Húsavík á 05:14:23

Heildarúrslit í öllum flokkum og vegalengdum má sjá í meðfylgjandi excel skjali orkug2013urslit

Við viljum þakka öllum keppendum, starfsmönnum og styrktaraðilum kærlega fyrir þátttökuna og veittan stuðning.
Sjáumst í Orkugöngunni að ári eða laugardaginn 12. apríl 2014.