Föstudag 27. mars

Afhending keppnisgagna milli kl 17 og 21 hjá Ísfell (niður við höfn), endilega mæta þau sem eru á svæðinu og sækja gögnin sín.

Laugardag 28. mars

08:30 Afhending gagna á svæði skíðagöngudeildar á Reykjaheiði.
09:30 Rúta leggur af stað frá svæði skíðagöngudeildar að rásmarki í 25 og 10 km göngum (Rútuferð er innifalin í skráningargjaldi).

Rástímar
25 km: kl. 11:00
10 km: kl. 11:00
2,5 km: kl. 11:00 fyrir yngstu iðkendur og byrjendur

10:30 Forstart Buch-Orkugöngunnar. Þeir göngumenn sem telja sig verða lengur en 2,5 klst að ganga 25 km geta fengið að fara af stað frá Þeistareykjum hálftíma á undan hinum, þeim verður startað kl 10:30.

15:00 Verðlaunaafhending, kjötsúpa, útdráttarverðlaun, kaffihlaðborð í sal í Dvalarheimilinu Hvammi.

Allir þátttakendur í Buch-Orkugöngunni fá FRÍAN AÐGANG að GeoSea sjóböðunum og Sundlaug Húsavíkur til að slaka á eftir gönguna.