Orkugangan 2014

Orkugangan 2014 verður haldin laugardaginn 12. apríl. Auk 60 km göngu verður boðið upp á styttri vegalengdir, Buch skíðagönguna, 25 km, 10 km og 1 km.
Nánari upplýsingar eru veittar hér á síðunni en opnað hefur verið undir skráningu, sjá hér
Nú sér fyrir endann á vegagerð frá Húsavík í Þeistareyki, vegurinn verður heilsársvegur og þar með kemst á áningarstaður á miðri leið lengstu göngunnar í Buch- Orkugöngunni.
Allir flokkar göngunnar fara fram í sömu brautinni sem fylgir veginum (neðri hluta)
Það fer nokkuð eftir snjóalögum hvar endamarkið verður, ef snjóalög leyfa verða þau í nágrenni við Húsavík en annars ofar við Reykjaheiðarveginn.
Rásmark Orkugöngunnar er við Kröflu, rásmark 25 km er við Þeistareyki, rásmark 10 km suðaustan við Höskuldsvatn og 1 km gangan er farin á svæði gönguskíðafólks á Reykjaheiði.

Orkugangan, 60 km cross country ski race, will be held Saturday 12th of April 2014.
The race starts at Mývatn and finish line is nearby Húsavík.
Registration is already open