Braut á Reykjaheiði

Búið er að troða góða braut af Reykjaheiði upp í Sæluhúsmúla ( Veigubúð) Leiðin frá aðstöðu gönguskíðamanna (þangað er akfært frá Húsavík) að Veigubúð og til baka eru 24 km.
Frábært veður og færi.
Upplagt fyrir alla að taka góða upphitun fyrir Orkugönguna, hvort sem þú ætlar að taka þátt í 60 km, 20 km eða 7 km vegalengd þann 13. apríl nk.
Gleðilega páskahátíð!