Orkugangan 2016 var haldin laugardaginn 9. apríl og heppnaðist með eindæmum vel. 97 þátttakendur tóku þátt í göngunni sem hefur aldrei verið fjölmennari.

Gangan varð mun fjölmennari en okkur óraði fyrir en alls voru þátttakendur 97 talsins. Það var mjög ánægjulegt að sjá hvað margir heimamenn mættu á laugardaginn, en alls tóku 32 aðilar frá Húsavík þátt í göngunni. Flestir mættu þó frá Akureyri en okkur telst til að 34 aðilar hafi mætt þaðan sem er afar ánægjulegt. Þá mættu 10 frá Ólafsfirði og aðrir 10 frá Ulli Reykjavík svo eitthvað sé nefnt. Þá voru þátttakendur frá Ísafirði, Ströndum, Siglufirði og Kópaskeri.

Dagurinn og framkvæmdin heppnaðist svo afar vel, a.m.k. höfum við ekki heyrt annað og ekkert stórvægilegt fór úr skorðum. Vonum við a.m.k. að allir hafi átt ánægjulegan dag og þökkum enn og aftur fyrir daginn.

Úrslit Orkugögnunnar 2016 eftir flokkum má nálgast HÉR.

Heildarúrslit Orkugögnunnar 2016 má nálgast HÉR.