Orkugangan 2017

Orkugangan 2017

Orkugangan 2017 verður haldin laugardaginn 8. apríl.
Boðið verður upp á þrjár vegalengdir að þessu sinni. 25 km ganga með hefðbundinni og frjálsri aðferð ásamt 10 km göngu með hefðbundinni aðferð og 2,5 km göngu fyrir yngstu iðkendur og byrjendur.

Orkugangan gefur stig til Íslandsgöngu Skíðasambandsins. Boðið er upp á frjálsa aðferð í 25 km göngunni en í 10 km og 2,5 km göngunum er gengið með hefðbundnum hætti.

Rásmark 25 km, 10 km og 2,5 km gangnanna er á svæði gönguskíðafólks á Reykjaheiði. Snjóalög bjóða ekki upp á að gengið verði frá Þeistareykjum eins og venja hefur verið fyrir.

Dagskrá Orkugöngunnar;

Laugardagur 8. apríl:
09:00 – afhending mótsgagna hefst á svæði skíðagöngudeildar á Reykjaheiði.
09:45 – Rúta leggur af stað frá svæði gönguskíðafólks að rásmarki í 25 og 10 km göngum. Rútan er innifalin í skráningargjaldi..

Rástímar:
Buch gangan 25 km: kl. 11:00
Buch gangan 10 km: kl. 11:00
2,5 km fyrir 12 ára og yngri kl. 11:00
Verðlaunaafhending og kjötsúpa í salnum hjá Dvalarheimilinu Hvammi á Húsavík frá kl. 14:00 – 15:00.
Athugið opið í Sundlaug Húsavíkur til kl. 18:00

Skráningargjald:
25 km ganga – 5.000 kr
10 km ganga – 3.000 kr
2,5 km ganga – ókeypis

Skráning er opin fram að göngu. Hinsvegar óska starfsmenn göngunnar eftir að flestir skrái sig í gegnum netfangið info@orkugangan.is til að einfalda alla vinnslu í kringum gönguna.

Aldursflokkar:
25 km: 16-34 ára, 35-49 ára, 50- 59 ára og 60 ára og eldri hjá hvoru kyni
10 km og 2,5 km : Einn opinn flokkur hjá hvoru kyni
Flug:
Flugfélagið Ernir flýgur milli Reykjavíkur og Húsavíkur alla daga nema laugardaga.
Sjá áætlun á www.ernir.is

Fjölmennasta Orkugangan frá upphafi

Orkugangan var haldin síðastliðin laugardag og heppnaðist með eindæmum vel. 97 þátttakendur tóku þátt í göngunni sem hefur aldrei verið fjölmennari.

Gangan varð mun fjölmennari en okkur óraði fyrir en alls voru þátttakendur 97 talsins. Það var mjög ánægjulegt að sjá hvað margir heimamenn mættu á laugardaginn, en alls tóku 32 aðilar frá Húsavík þátt í göngunni. Flestir mættu þó frá Akureyri en okkur telst til að 34 aðilar hafi mætt þaðan sem er afar ánægjulegt. Þá mættu 10 frá Ólafsfirði og aðrir 10 frá Ulli Reykjavík svo eitthvað sé nefnt. Þá voru þátttakendur frá Ísafirði, Ströndum, Siglufirði og Kópaskeri.

Dagurinn og framkvæmdin heppnaðist svo afar vel, a.m.k. höfum við ekki heyrt annað og ekkert stórvægilegt fór úr skorðum. Vonum við a.m.k. að allir hafi átt ánægjulegan dag og þökkum enn og aftur fyrir daginn.

Stjórnendur Orkugöngunnar þakka öllum þeim sem hjálpuðu við framkvæmd göngunnar afar vel fyrir framlagið. Það þarf ótrúlega margar hendur og hausa til að halda svona viðburð svo ekki sé talað um fjármuni og velvilja ýmissa aðila, s.s. einstaklinga, fyrirtækja og sveitarfélagsins.

Næsta skref er svo að ákveða hvort og þá hvernig við viljum halda slíka göngu. Það hafa t.d. komið fyrirspurninr erlendis frá um gönguna og þar á meðal frá aðilum sem hafa áhuga á að koma með hópa og vilja þá bjóða upp á meiri afþreyingu, þ .e. stoppa hér í einhvern tíma. Spurningin er, viljum við hressa eitthvað upp á þetta?

Úrslit Orkugöngunnar eftir flokkum má nálgast HÉR.

Heildarúrslit göngunnar má nálgast HÉR.

Helstu upplýsingar um Orkugönguna 2016

Eins og fram hefur komið verður Orkugangan 2016 haldin næstkomandi laugardag, 9. apríl. Í ár verður boðið upp á 25 km, 10 km og 2,5 km göngu. Það ætti því allir að geta fundið sér vegalengd við hæfi.

Allar göngurnar verða ræstar af stað klukkan 11:00 en afhending mótsgagna hefst klukkan 09:00 á laugardagsmorgun við skíðagöngusvæðið á Reykjaheiði.

Rásmark í 25 km göngunni er við Þeistareyki, 10 km göngunni við Höfuðreiðarmúla og að lokum er 2,5 km gangan gengin á skíðagöngusvæðinu.

Boðið er upp á rútuferðir að rásmarki í 25 km og 10 km göngu og leggur rútan af stað frá plani skíðagöngusvæðisins á Reykjaheiði klukkan 09:45. Rútan er innifalin í keppnisgjaldi.

Veðurútlit er með fínu móti. Spáð er hæglætis veðri fyrir laugardaginn. Fyrir þá sem vilja kynna sér veðurspána nánar er hægt að fara inn á yr.no og stimpla þar inn annaðhvort “Höskuldsvatn” eða “Þeistareykir” til að fá veðurspá fyrir það svæði sem gangan fer fram á.

Skráning er með góðu móti og verður hægt að skrá sig á staðnum. Hinsvegar hvetja starfsmenn göngunnar fólk til að skrá sig með fyrirvara til að ainfalda úrvinnslu á staðnum.

Sjáumst í Orkugöngunni á laugardaginn.