Úrslit Orkugöngunnar 2012

Orkugangan var gengin laugardaginn 14. april 2012 í frábæru veðri og við góðar aðstæður.
Eins og áður hefur komið fram var fyrirkomulagi göngunnar breytt og í stað 60 km vegalengdar var boðið uppá 35 km göngu á Reykjaheiði.
Einnig voru gengnar styttri vegalengdir, 20 km, 10 km, 5 km og 1 km.
Heildarúrslit í öllum vegalengdum eru í meðfylgjandi pdf skjali – orkug2012urslit_lr

Einnig má hér finna úrslit m. millitíma í 35 km göngunni orkug2012urslit_millitimi
Bestu tímar í 35 km göngunni voru;
Andri Steindórsson Akureyri 01:48:17
Kristbjörn R. Sigurjónsson Ísafjörður 01:49:12
Birkir Þór Stefánsson Strandir 01:50:09
Örn Sigurðsson Húsavík 01:56:06
Magnús Eiríksson Siglufirði 02:04.:34

Í kvennaflokki var með besta tíma Guðrún Pálsdóttir Siglufirði á 02:47:12

Skíðagöngudeild Völsungs þakkar öllum þáttakendum og aðstoðarfólki kærlega fyrir þátttökuna og daginn. Hlökkum til að sjá ykkur í Orkugöngunni 2013.

One thought on “Úrslit Orkugöngunnar 2012

  1. Pingback: Orkugöngunni lokið « Skíðagöngufélagið Ullur

Comments are closed.