Úrslit Orkugöngunnar

Orkugangan, 25 km skíðaganga sem gengin er frá Þeistareykjum að Húsavík fer fram  laugardaginn 9. apríl 2016.
Orkugangan gefur stig til  Íslandsgöngu Skíðasambandsins.
Allar vegalengdir eru gengnar með hefðbundinni aðferð en auk 25 km göngunnar er boðið uppá styttri vegalengdir, Buch- göngur, 2,5 km og 10 km sem gengnar eru á Reykjaheiði. Einnig er boðið upp á flokk með frjálsri aðferð í 25 km göngunni.
Rásmark 25 km Buch-göngu er við Þeistareyki, 10 km og 2,5 km göngurnar verða gengnar á svæði gönguskíðafólks á Reykjaheiði.
Ef snjóalög leyfa verður endamark við þéttbýli Húsavík, annars á svæði ofar við Reykjaheiðarveginn.

Upplýsingar um Orkugönguna verða uppfærðar reglulega

Aldursflokkar eru eftirfarandi:
25 km: 16-34 ára, 35-49 ára, 50 ára og eldri hjá hvoru kyni
10 km og 2,5 km : Einn opinn flokkur hjá hvoru kyni     

Skráning fer fram í gegnum netfangið info@orkugangan.is
Í skráningu þurfa eftirtaldar upplýsingar að koma fram:

  • Fullt nafn, fæðingaár, kyn, félag, vegalengd og hvort tekið sé þátt í hefðbundinni eða frjálsri göngu.

Skráningargjald greiðist inná bankareikning 0567-14-101150 kt. 710269-6379 og kvittun sendist á netfangið info@orkugangan.is

Skráningargjald/Registration fee:
25 km ganga – 5.000 kr
10 km ganga  – 3.000 kr
2,5 km ganga – ókeypis