Taktu laugardaginn 13. apríl frá

Á undanförnum árum höfum við þróað frábært svæði fyrir gönguskíði á heiðinni rétt fyrir ofan Húsavík. Svæðið er einn af fáum stöðum á Íslandi þar sem gera má ráð fyrir snjó allan veturinn á svæði sem er í einungis 10 mínútna fjarlægð frá bænum. Aðalviðburður hvers árs er svokölluð Orkuganga þar sem þátttakendur keppa í 25km, 10m og 2,5km skíðagöngu. Þetta er keppni eða viðburður sem er opinn fyrir alla, fagfólk, byrjendur og alla fjölskylduna.

Lengsta vegalengdin hefst við Þeistareyki og liggur síðan um Reykjaheiði. Keppnin hefur laðað til sín upp í 100 þátttakendur á undanförnum árum.

Á þessu ári eiga þátttakendur kost að á að nýta sér sértilboð hjá Geosea og afslætti í nokkrum verslunum og veitingastöðum á Húsavík. Þátttakendur sem koma lengra að geta nýtt sér sértilboð frá Flugfélaginu Ernir og Fosshótel Húsavík varðandi flug og gistingu.

Í ár verður Orkugangan haldin 13. apríl.  Nánari upplýsingar munu birtast á fésbókarsíðu Orkugöngunnar HÉR og skráning er þegar hafin á í gegnum netskráningu og má nálgast skráningarsíðuna HÉR.

Nánari upplýsingar veitir Kári Páll (660 8844) og Sigurgeir (898 8360). Við viljum nota tækifærið og bjóða þér að taka þátt í þessum viðburði .

Orkugangan 2019 – opnað hefur verið fyrir skráningar

Orkugangan fer fram á Reykjaheiði laugardaginn 13.apríl 2019. Gangan hefst við Þeistareykjavirkjun og endar við gönguskíðasvæðið Völsungs á Reykjarheiði.

Boðið verður upp á þrjár vegalengdir:
– 25. km ganga með hefðbundinni og frjálsri aðferð ásamt
– 10 km göngu með hefðbundinni aðferð
– 2,5 km göngu fyrir yngstu iðkendur og byrjendur.

Rásmark 25 km Orkugöngunnar er við Þeistareykjavirkjun.

Rásmark 10 km suðaustan við Höskuldsvatn.

Rásmar 2,5 km er á gönguskíðasvæði á Reykjaheiði.

Orkugangan gefur stig til Íslandsgöngu Skíðasambandsins.

Dagskrá:

Laugardagur 13. apríl
08:30: afhending mótsgagna hefst á svæði skíðagöngudeildar á Reykjaheiði.
09:45: Rúta leggur af stað frá svæði skíðagöngudeildar að rásmarki í 25- og 10 km göngum.

Rúturferð er innifalin í skráningargjaldi.

Rástímar
25 km: kl. 11:00
10 km: kl. 11:00
2,5 km: fyrir 12 ára og yngri kl. 11:00
Verðlaunaafhending og kjötsúpa verða í sal í Dvalarheimilinu Hvammi frá kl. 15:00
Þátttökugjald
25 km ganga – 7.000 kr
10 km ganga – 4.000 kr
2,5 km ganga – frítt

Skráning í gönguna fer fram á netskráning.is. Hægt er að komast á skráningarsíðuna með því að smella HÉR. Skráningu líkur 11. apríl.

Ferkari upplýsingar um gögnuna veita Sigurgeir Stefánsson í síma +354 898 8360 og Kári Páll Jónasson í síma +354 660 8844. Einnig er hægt að senda póst á volsungur@volsungur.is

Sundlaug Húsavíkur er opin til kl.18:00. Þátttakendur fá frítt í sund.

Þá er öllum þátttekendum boðið í sjóböðin GEOSEA á Húsavík sem eru er opin til kl. 22:00.

Heimasíða sjóbaðana er: geosea.is

Aldursflokkar
25 km: 16-34 ára, 35-49 ára, 50- 59 ára og 60 ára og eldri hjá hvoru kyni
10 km og 2,5 km : Einn opinn flokkur hjá hvoru kyni

Flug:
Flugfélagið Ernir flýgur milli Reykjavíkur og Húsavíkur alla daga.
Sjá áætlun á www.ernir.is

Viðburðurinn er haldinn af skíðagöngudeild Völsungs.

Orkugangan

Orkugangan er 60 km skíðaganga sem haldin verður laugardaginn 13. apríl 2013 kl. 10:00. Hefst gangan við Kröfluvirkjun í Mývatnssveit og lýkur henni í nágrenni Húsavíkur og er þetta lengsta skíðagangan hér á landi og gefur einnig stig til Íslandsgöngunnar.
Orkugangan er haldin sameiginlega af Húsvíkingum og Mývetningum en Orkugangan var fyrst haldin árið 2007.
Gengið er að mestu um ósnortið land, þar sem sjá má margar náttúruperlur sem og svæði sem jarðskjálftar og eldsumbrot hafa mótað og má víða enn sjá merki um þá orku sem býr í þessu svæði, einnig að virða fyrir sér þá leið sem verður notuð til að flytja orku í væntanlega stóriðju við Húsavík og er nafn göngunnar dregið af því. Leiðin er troðin fyrir þátttakendur og lagt verður spor alla leið. Lítið verður um erfiðar brekkur og er lækkunin á leiðinni einungis um 200 metrar og er það álit margra að fallegri leið er vandfundin. Drykkjarstöðvar verða á 10 km. fresti.
Á sama degi verður einnig boðið uppá styttri gönguleiðir á Reykjaheiði í nágrenni Húsavíkur, 20 km,  7 km og 1 km.